Bestu starfshættir

Það er stefna Summu Rekstrarfélags hf. að sýna ávallt bestu starfshætti (e. best practices) hvað varðar áhættustýringu. Þessar áherslur snúa að félaginu sjálfu og öllu starfi þess en einnig að sjóðum og eignasöfnum sem það stýrir. Þá leitast félagið við að veita fjárfestingarráðgjöf með stýringu á heildaráhættu viðskiptavinar í huga – ekki einungis þeim fjárfestingarkosti sem er til athugunar í hvert og eitt skipti.

Markmið áhættustýringar

Það er mikilvægt að hafa í huga að markmið áhættustýringar er ekki endilega að draga sem mest úr áhættu heldur að vega áhættu á móti ætluðum ávinningi. Grunnur að vel heppnaðri áhættustýringu er yfirleitt vel samin og útfærð fjárfestingarstefna, t.d. í tilfelli sjóða- og eignastýringar. Til að vel takist til er því er mikilvægt að fjárfestingarstefnan lýsi á greinargóðan hátt markmiðum bæði hvað varðar áhættu og ávinning. Þá er æskilegt að fjárfestingarstefnan tiltaki hvernig áhætta skuli mæld og hvernig hún skuli vera kynnt.

Hér á undirsíðum eru tiltalin nokkur sjónarmið og aðferðir sem félagið hyggst beita í þessu sambandi, bæði við uppbyggingu og stýringu sjóða og safna en einnig við skýrslugjöf og greiningar fyrir viðskiptavini sína.