Sérhæfðar fjárfestingar
Sérhæfðar fjárfestingar (e. Alternative investments) er samheiti fyrir sjóði og aðrar fjárfestingar sem flokkast ekki undir hefðbundna sjóði, s.s. hlutabréfa- og skuldabréfasjóði. Almennt eru sjóðir á þessu sviði eingöngu ætlaðir fagfjárfestum, enda er fjárfest í flóknari afurðum og innlausnarskylda ekki sambærileg við hefðbundna sjóði sem ætlaðir eru almennum fjárfestum. Undir sérhæfðar fjárfestingar falla meðal annars framtakssjóðir, fasteignasjóðir og vogunarsjóðir.