Summa hyggst skapa sér sérstöðu á markaði með ýmsum hætti en rauði þráðurinn í gegnum þá aðgreiningu eru virðisaukandi, hugkvæmar, agaðar og traustar lausnir til handa viðskiptavinum félagsins.
Sérstaðan tvinnast saman við þær vörur sem félagið hyggst bjóða upp á en sérstök áhersla verður lögð á eftirfarandi þætti:
- Sérhæfð fjárfestingartækifæri
- Ýmsar sértækar og á stundum tæknilega flóknar lausnir
- Vandaða greiningu og markviss vinnubrögð
- Ýmsa virðisaukandi þjónustu
Þá leggur Summa mikla áherslu á áhættustýringu; fyrir félagið sjálft, fyrir eignasöfn sem það stýrir svo og fyrir viðskiptavini sína.